Við bjóðum upp á viðburði af öllu tagi

Tónleikar, ráðstefnur, jólahlaðborð, þorrablót, afmæli, brúðkaupsveislur

Viðburðir á næstunni

Gildran 10.maí

GILDRAN - LENGI LIFI ROKKIÐ!Það er komið að því, Gildran mætir Austur og ætlar að rokka feitt í Frystihúsinu á Breiðdalsvík. Ein magnaðasta rokkhljómsveit Íslandssögunnar fer í gegnum ferillinn og spilar öll bestu lögin og meira til.Gildran kom aftur saman haustið 2023 eftir smá pásu og hefur nú leikið nokkra tónleika þar sem alltaf hefur verið uppselt og stemningin frábær en hljómsveitin var stofnuð árið 1985 og fagnar því brátt 40 ára afmæli. Sveitin er skipuð þeim Þórhalli Árnasyni, Karli Tómassyni, Birgi Haraldssyni og Sigurgeiri Sigmundssyni. Með þeim er enginn annar en snillingurinn Pálmi Sigurhjartarson á hljómborð!Ekki missa af Gildrunni - Goðsögn í lifanda lífi svo ekki sé meira sagt!Miðaverð 6.900 kr.

Kaupa miða

Salurinn okkar

1 af 4

Eldri tónleikar

1 af 5

Fleira áhugavert á Breiðdalsvík

Goðaborg harðfiskur

Á Breiðdalsvík er framleiddur úrvals harðfiskur sem unnin er úr eigin afla útgerðarinnar hér í bænum. Seldur víða um land í verslunum og einnig beint af vefsíðu Goðaborgar.

Heimsækja vefsíðu

Hótel Breiðdalsvík

Hótel Breiðdalsvík var opnað árið 1983 og er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum. Á hótelinu eru 37 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins.

Heimsækja vefsíðu

Beljandi brugghús

Á Breiðdalsvík er rekið handverksbrugghúsið og barinn Beljandi. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 2017 og býður alla jafna upp á 4-5 tegundir af bjór. Hann er að mestu seldur á staðnum, en einnig á nokkrum góðum stöðum á Austfjörðum á sumrin og má líka finna hann í Reykjavík og á Akureyri stöku sinnum. Barinn á Breiðdalsvík er opin öll kvöld yfir sumarið en lokað er að mestu yfir veturinn.

Beljandi á Facebook

Kaupfjelagið

Ferðastu aftur í tímann með því að heimsækja Kaupfjelagið á Breiðdalsvík. Hingað hafa heimamenn og gestir sótt þjónustu í rúmlega 60 ár og í dag er bæði kaffihús og verslun í Kaupfjelaginu. Í hillinum er að finna gamlar vöru sem voru til sölu í Kaupfjelaginu á upphafsárum þess.

Kaupfjelagið á Facebook

Tinna Adventure

Tinna býður upp á fjölbreyttar dagsferðir um Austurland. Allt frá stuttum ferðum um nágrennið að sérsniðnum óskum hvers og eins

Heimsækja vefsíðu